
Pabbar og afar í Bóndadagskaffi á Akraseli
Í tilefni bóndadagsins var pöbbum og öfum og öðrum mönnum í lífi barnanna á leikskólanum Akraseli á Akranesi boðið í kaffi á milli kl. 8 og 10 í morgun. Þar var boðið upp á kaffi og nýbakað brauð auk þess sem hægt var að gæða sér á hákarli. Pabbar og afar létu sig ekki vanta á viðburðinn og börnin voru afar spennt að fá þessa heimsókn og fóru með sína menn út um allt til að sýna þeim leikskólann sinn. Blaðamaður Skessuhorns og afi tók nokkrar myndir í morgunsárið af börnum og gestum.