
Uppbyggingarsjóður Vesturlands með árlega úthlutun sína
Styrkjum að upphæð 48,5 milljónum króna var úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands við hátíðlega athöfn í Grundarfirði í dag. Stjórn SSV skipar sex manna fagráð sem hefur það hlutverk að fara yfir umsóknir um styrki og vinna faglega tillögu um styrkveitingar fyrir úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs. Fagráðið fær allar tækar umsóknir til umfjöllunar og leggur mat á hvaða verkefni eru styrkhæf og hver þeirra falla best að Sóknaráætlunum Vesturlands og áherslum Uppbyggingarsjóðs Vesturlands. Um þrenns konar styrki var að ræða við úthlutun að þessu sinni. Til atvinnu- og nýsköpunarverkefna var úthlutan 11,5 milljónum króna til alls 15 verkefna. Þá var úthlutað menningarstyrkjum fyrir 32.240.000 krónur til 47 verkefna. Loks var 4,7 milljónum króna úthlutað í sex stofn- og rekstrarstyrki í menningarmálum, einkum til safna og menningarstofnana.