Fréttir

true

Afar vel heppnað 80´s kvöld í Bíóhöllinni

Það var mikil eftirvænting hjá fjölmörgum áhorfendum sem voru mættir á 80´s kvöld í Bíóhöllinni á Akranesi síðasta föstudagskvöld. Enda vissu þeir kannski ekki alveg hverju þeir áttu von á en um var að ræða svokallan Lip Sync viðburð sem ekki hefur verið haldinn áður, að minnsta kosti ekki hér á Skaganum og jafnvel ekki…Lesa meira

true

Samningur um gestanám

Háskólinn á Bifröst og Landbúnaðarháskóli Íslands hafa gert samning um gagnkvæmt gestanám skólanna. „Markmið samningsins er að auka val nemenda um námskeið, bæta nýtingu námskeiða og skapa hagræðingu í báðum háskólunum. Vonum að samningurinn muni nýtast nemendum okkar vel,“ sagði Ragnheiður I Þórarinsdóttir rektor LbhÍ í vikulegum pósti sínum.Lesa meira

true

Dísellítrinn 6% dýrari á Akranesi en í Borgarnesi

Verð fyrir einn lítra af díselolíu var nú rétt í þessu 326,5 krónur hjá Olís á Akranesi. Á sama tíma var lítraverðið 307,9 krónur hjá sama olíufélagi í Borgarnesi. Munurinn er 6,04%. Hjá Orkunni og Atlantsolíu er nánast sama verð á olíulítranum og hjá Olís á Akranesi annars vegar og í Borgarnesi hins vegar.  Frá…Lesa meira

true

Vitundarátak í kjölfar STEC sýkingar í kjöthakki

Í október á síðasta ári kom upp stór hópsýking á leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Var hún af völdum shigatoxín myndandi E. coli (STEC) í nautgripa- og lambahakki. Í ferli málsins kom í ljós að nauðsynlegt væri að skerpa á þekkingu og meðvitund almennings og matvælaframleiðenda um mikilvægi réttrar meðhöndlunar á kjöti m.t.t. E. coli. Að því…Lesa meira

true

Fimmti sigurinn í röð hjá ÍA

ÍA og KFG áttust við í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var viðureignin í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Heimamenn byrjuðu af krafti og komust í 10:2 í byrjun leiks en síðan náðu gestirnir úr Garðabæ að koma til baka og minnka muninn í tvö stig eftir tæpan þriggja mínútna leik, staðan 15:13. Þá…Lesa meira

true

Naumt tap hjá Skallagrími gegn Selfossi

Selfoss og Skallagrímur mættust í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var leikurinn spilaður í Vallaskóla á Selfossi. Fyrir leik voru liðin í neðri hlutanum, Skallarnir með sex stig og Selfoss með fjögur og gestirnir með fimm töp í röð á bakinu. Aðeins voru átta leikmenn á skýrslu Skallagríms í leiknum og skýringin…Lesa meira

true

Guðrún Karítas kjörin Íþróttamanneskja Borgarfjarðar 2024 – myndasyrpa

Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir frá Vatnshömrum í Andakíl var í gær útnefnd Íþróttamanneskja Borgarfjarðar 2024. Guðrún Karítas keppti fyrir Íslands hönd á EM á síðasta ári í sleggjukasti en hún setti Íslandsmet í lok mars, með kasti upp á 69,76 m. Hún setti Íslandsmet í lóðkasti kvenna innanhúss en hún æfir og keppir fyrir VCU háskóla…Lesa meira

true

Vel fiskast í öll veiðarfæri

Vetur konungur hefur síðustu daga sett strik í sjósókn báta frá Snæfellsbæ. Hver smuga er hins vegar nýtt til þess að komast á sjó. Aflabrögð hafa verið góð í öll veiðarfæri. Netabáturinn Bárður SH hefur komist í 38 tonn eftir eina vitjun og netabáturinn Ólafur Bjarnason SH hefur einnig aflað vel. Sama á við um…Lesa meira

true

Lions gaf leikskólanum spjaldtölvur

Í síðustu viku afhentu Lionsklúbbarnir í Stykkishólmi Sigrúnu Þorsteinsdóttur spjaldtölvur að gjöf fyrir leikskólann í Stykkishólmi. Frá vinstri á mynd er Nadine Walter formaður Lionsklúbbsins Hörpu, Þorsteinn Kúld formaður Lionsklúbbs Stykkishólms og Sigrún Þorsteinsdóttir leikskólastjóri.Lesa meira

true

Lögreglumönnum verður fjölgað um fimmtíu strax á þessu ári

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur tilkynnt áform sín um að fjölga lögreglumönnum í landinu um fimmtíu strax á þessu ári. Ráðherra segir að fáliðuð lögregla ógni ekki aðeins öryggi lögreglumanna, heldur einnig öryggi fólksins í landinu. Ráðherra tjáði þesa ákvörðun sína á fundi með lögreglu nýverið og sagði að fólk eigi að geta lifað sínu…Lesa meira