Fréttir

true

Skipulagsbreytingar í gangi hjá Landbúnaðarháskóla Íslands

Töluverðar breytingar verða á næstunni gerðar á stjórnskipulagi Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri með sameiningu þriggja fagdeilda í eina. Auglýsing um ný störf við stofnunina eru nú í birtingu, þar sem í boði er starf fjármálastjóra rannsóknaverkefna, bústjóra Hvanneyrarbúsins auk starfa kennslustjóra og kennsluforseta skólans. Líf og land er heitið á nýrri sameinaðri deild við skólann…Lesa meira

true

Stóraukin snjóflóðahætta á Austfjörðum

Óvissustig vegna snjóflóðahættu tók gildi á Austfjörðum á hádegi í dag, sunnudaginn 19. janúar. „Spáð er norðaustan hvassviðri með mikilli snjókomu í kvöld og á morgun. Uppsöfnuð ofankoma getur orðið hátt í 300 mm til fjalla og bætist skafrenningur ofan á það. Gera má því ráð fyrir að nokkrir metrar af snjó geti bæst við…Lesa meira

true

Móta hugmyndir að svæðisbundnum stuðningi í landbúnaði

Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri hefur kallað eftir þátttakendum í vinnustofu sem haldin verður í tengslum við verkefnið; „Svæðisbundinn stuðningur í íslenskum landbúnaði.“ Verkefnið er styrkt af Byggðarannsóknasjóði. Vinnustofan fer fram á Hvanneyri, fyrir hádegi föstudaginn 7. Febrúar og verður boðið upp á léttar veitingar. „Verkefnið byggir á nýlegri skýrslu sem Landbúnaðarháskóli Íslands vann fyrir Matvælaráðuneytið.…Lesa meira

true

Snjókoma og gul viðvörun á laugardag

Í kvöld og nótt gengur í austan- og norðaustan 13-23 m/s með snjókomu, fyrst syðst á landinu. Austan- og norðaustan 10-18 m/sek eftir hádegi á morgun, en 18-23 norðvestantil. Gul viðvörun er í gildi um allt land á morgun laugardag, misjafnlega lengi eftir landshlutum. Snjókoma eða slydda með köflum og hiti um og undir frostmarki,…Lesa meira

true

Orka úr iðrum jarðar nú nýtt til að hita upp íþróttahúsið í Grundarfirði

Það var merkisdagur í gær þegar varmadælur voru ræstar og teknar í notkun í fyrsta skipti í íþróttahúsinu í Grundarfirði. Grunnskólinn og íþróttamannvirkin hafa verið hituð með olíu síðustu áratugi og nú verður breyting þar á. Sumarið 2023 var byrjað að bora eftir hita í jörð við íþróttamannvirkin og voru boraðar tíu varmasöfnunarholur. Níu holur…Lesa meira

true

Ólöglegt fiskeldi til rannsóknar hjá Mast

Matvælastofnun barst nýverið ábending um ólöglegt fiskeldi í Borgarfirði. „Við eftirgrennslan starfsmanna stofnunarinnar kom í ljós að fiskeldi væri viðhaft í húsnæði í Borgarfirði án rekstrar- og starfsleyfa. Við nánari eftirgrennslan reyndist það vera veiðifélag sem hafði flutt seiðin í húsnæðið í þeim tilgangi að ala þau þar uns þeim yrði sleppt í veiðiá í…Lesa meira

true

Nóg að gera í Grunnskóla Snæfellsbæjar

Nemendur í Grunnskóla Snæfellsbæjar hafa haft nóg fyrir stafni undanfarið. Nemendur í 5. og 6. bekk nutu sín í skautaferð við flugvöllinn í Rifi síðasta miðvikudag. Veðrið lék við hópinn; logn en kalt sem eru fullkomnar aðstæður. Margir nemendur skelltu sér á skauta og sýndu ýmis tilþrif á ísnum, á meðan aðrir skemmtu sér konunglega…Lesa meira

true

Tíu í kjöri Íþróttamanneskju Borgarfjarðar 2024

Á sunnudaginn verður kunngjört hver hlýtur sæmdarheitið Íþróttamanneskja Borgarfjarðar 2024. Fram kemur á síðu UMSB að 15 tilnefningar hafi borist, en á sambandsþingi UMSB 2024 var ákveðið að fimm manna valnefnd, sem skipuð er af stjórn UMSB á sambandsþingi UMSB og sveitarfélögunum þremur sem að kjörinu standa, myndi fara yfir þær tilnefningar sem berast og…Lesa meira

true

Níu verkefni hljóta styrk í Dalabyggð

Á fundi menningarmálanefndar Dalabyggðar síðasta miðvikudag voru teknar fyrir umsóknir sem bárust í Menningarmálaverkefnasjóð Dalabyggðar fyrir árið 2025. Samkvæmt úthlutunarreglum sjóðsins skal úthlutunin fara fram fyrir 1. febrúar ár hvert. Auglýst var eftir umsóknum 10. desember 2024 til og með 10. janúar 2025. Í þetta sinn bárust 14 umsóknir, til úthlutunar var ein milljón króna.…Lesa meira

true

Öxulþungatakmörkunum aflétt

Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að þeim sérstöku takmörkunum á ásþunga sem gilt hafa á Vestfjarðavegi 60, Barðastrandarvegi 62, Bíldudalsvegi 63, Snæfellsnesvegi 54, Stykkishólmsvegi 58 og Útnesvegi 574, verður aflétt á hádegi í dag föstudaginn 17. janúar.Lesa meira