Fréttir

Tíu í kjöri Íþróttamanneskju Borgarfjarðar 2024

Á sunnudaginn verður kunngjört hver hlýtur sæmdarheitið Íþróttamanneskja Borgarfjarðar 2024. Fram kemur á síðu UMSB að 15 tilnefningar hafi borist, en á sambandsþingi UMSB 2024 var ákveðið að fimm manna valnefnd, sem skipuð er af stjórn UMSB á sambandsþingi UMSB og sveitarfélögunum þremur sem að kjörinu standa, myndi fara yfir þær tilnefningar sem berast og velja tíu efstu sem færu svo áfram í atkvæðagreiðslu til stjórnar UMSB og aðildarfélaga og deilda. Af þeim tíu verður svo Íþróttamanneskja Borgarfjarðar 2024 útnefnd við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti sunnudaginn 19. janúar nk. kl.15:00.