
Kátir krakkar í skautaferð. Ljósm. gsnb.is
Nóg að gera í Grunnskóla Snæfellsbæjar
Nemendur í Grunnskóla Snæfellsbæjar hafa haft nóg fyrir stafni undanfarið. Nemendur í 5. og 6. bekk nutu sín í skautaferð við flugvöllinn í Rifi síðasta miðvikudag. Veðrið lék við hópinn; logn en kalt sem eru fullkomnar aðstæður. Margir nemendur skelltu sér á skauta og sýndu ýmis tilþrif á ísnum, á meðan aðrir skemmtu sér konunglega á skónum sínum. Það var mikil gleði og góð stemning meðal barnanna sem voru til fyrirmyndar. Fram kemur á vef skólans að ferð eins og þessi sé mikilvægur hluti af skólastarfinu, þar sem hún sameinar hreyfingu, útiveru og félagslega tengingu.