Fréttir
Vetur í Stykkishólmi. Ljósm. úr safni

Snjókoma og gul viðvörun á laugardag

Í kvöld og nótt gengur í austan- og norðaustan 13-23 m/s með snjókomu, fyrst syðst á landinu. Austan- og norðaustan 10-18 m/sek eftir hádegi á morgun, en 18-23 norðvestantil. Gul viðvörun er í gildi um allt land á morgun laugardag, misjafnlega lengi eftir landshlutum. Snjókoma eða slydda með köflum og hiti um og undir frostmarki, en rigning syðst og frostlaust þar. Fólk er hvatt til að fylgjast með veðurspá.