Fréttir
Frá Hvanneyri. Ljósm. mm

Móta hugmyndir að svæðisbundnum stuðningi í landbúnaði

Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri hefur kallað eftir þátttakendum í vinnustofu sem haldin verður í tengslum við verkefnið; „Svæðisbundinn stuðningur í íslenskum landbúnaði.“ Verkefnið er styrkt af Byggðarannsóknasjóði. Vinnustofan fer fram á Hvanneyri, fyrir hádegi föstudaginn 7. Febrúar og verður boðið upp á léttar veitingar.