Fréttir
Auglýsing um störf sem nú eru til umsóknar við LbhÍ.

Skipulagsbreytingar í gangi hjá Landbúnaðarháskóla Íslands

Töluverðar breytingar verða á næstunni gerðar á stjórnskipulagi Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri með sameiningu þriggja fagdeilda í eina. Auglýsing um ný störf við stofnunina eru nú í birtingu, þar sem í boði er starf fjármálastjóra rannsóknaverkefna, bústjóra Hvanneyrarbúsins auk starfa kennslustjóra og kennsluforseta skólans. Líf og land er heitið á nýrri sameinaðri deild við skólann en undir henni verður felld öll kennsla í skólanum. Síðustu árin hafa deildir skólans verið þrjár; Ræktun og fæða; Náttúra og skógur; og Skipulag og hönnun. Þær munu nú verða sameinaðar í eina. Um nýja stöðu kennsluforstjóra sameinaðrar deildar segir að við sameiningu er um að ræða krefjandi starf við ört vaxandi alþjóðlega menntastofnun sem krefst m.a. hæfni í breytingastjórnun og faglegri stjórnun í akademísku umhverfi.

Skipulagsbreytingar í gangi hjá Landbúnaðarháskóla Íslands - Skessuhorn