Fréttir

Lögreglumönnum verður fjölgað um fimmtíu strax á þessu ári

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra hefur tilkynnt áform sín um að fjölga lögreglumönnum í landinu um fimmtíu strax á þessu ári. Ráðherra segir að fáliðuð lögregla ógni ekki aðeins öryggi lögreglumanna, heldur einnig öryggi fólksins í landinu. Ráðherra tjáði þesa ákvörðun sína á fundi með lögreglu nýverið og sagði að fólk eigi að geta lifað sínu daglega lífi án þess að öryggi þess og öryggistilfinningu sé ógnað. Sömuleiðis þyrfti að efla öryggiskennd lögreglumanna.