
Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir er Íþróttamanneskja Borgarfjarðar 2024. Ljósm. FRÍ
Guðrún Karítas kjörin Íþróttamanneskja Borgarfjarðar 2024 – myndasyrpa
Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir frá Vatnshömrum í Andakíl var í gær útnefnd Íþróttamanneskja Borgarfjarðar 2024. Guðrún Karítas keppti fyrir Íslands hönd á EM á síðasta ári í sleggjukasti en hún setti Íslandsmet í lok mars, með kasti upp á 69,76 m. Hún setti Íslandsmet í lóðkasti kvenna innanhúss en hún æfir og keppir fyrir VCU háskóla í Bandaríkjunum. Í öðru sæti í kjörinu varð Kristín Þórhallsdóttir kraftlyftingakona frá Laugalandi og í þriðja sæti Helgi Guðjónsson knattspyrnumaður frá Reykholti sem spilar með Víkingi í Reykjavík.