
Véltæknifræðingurinn Elías Róbertsson að landa átta tonnum af fallegum fiski úr dragnótarbátnum Sveinbirni Jakobssyni. Ljósm. af
Vel fiskast í öll veiðarfæri
Vetur konungur hefur síðustu daga sett strik í sjósókn báta frá Snæfellsbæ. Hver smuga er hins vegar nýtt til þess að komast á sjó. Aflabrögð hafa verið góð í öll veiðarfæri. Netabáturinn Bárður SH hefur komist í 38 tonn eftir eina vitjun og netabáturinn Ólafur Bjarnason SH hefur einnig aflað vel. Sama á við um dragnótar- og línubáta þar sem aflinn hefur verið mjög góður en dragnótarbátar hafa þó haldið að sér höndum og ekki mikið róið til þess að spara þorskkvótann.