Fréttir

Dísellítrinn 6% dýrari á Akranesi en í Borgarnesi

Verð fyrir einn lítra af díselolíu var nú rétt í þessu 326,5 krónur hjá Olís á Akranesi. Á sama tíma var lítraverðið 307,9 krónur hjá sama olíufélagi í Borgarnesi. Munurinn er 6,04%. Hjá Orkunni og Atlantsolíu er nánast sama verð á olíulítranum og hjá Olís á Akranesi annars vegar og í Borgarnesi hins vegar.  Frá því á síðasta ári hafa félögin verið í verðstríði í Borgarnesi, halda lítraverði þar mun lægra en til dæmis á Akranesi. Olíufélagið N1 hefur hins vegar ekki tekið þátt í þessari samkeppni í Borgarnesi, er með lítraverðið á pari við verðið sem Akurnesingum býðst.

Dísellítrinn 6% dýrari á Akranesi en í Borgarnesi - Skessuhorn