Fréttir

true

Jólastjarnan á Sementssílóunum lýsir upp skammdegið

Ein af ómissandi jólahefðum Sementsverksmiðjunnar á Akranesi er þegar jólastjarnan er sett upp. Stjarnan, sem trónir í um 38 metra hæð fyrir ofan sementssílóin, hefur lýst upp skammdegið og glatt íbúa Akraness samfellt í 65 ár. „Nú mega jólin koma fyrir mér,“ segir Lúðvík Þorsteinsson, afgreiðslustjóri Sementsverksmiðjunnar. Hann bætir við að uppsetning stjörnunnar sé alltaf…Lesa meira

true

Nemendur í Grunnskóla Borgarness hlutu Forvarnaverðlaunin

Halla Tómasdóttir forseti Íslands afhenti verðlaun Forvarnardagsins laugardaginn 7. desember á Bessastöðum. Keppnin fólst í gerð kynningarefnis sem tengist þema dagsins en það var í ár leikir sem stuðla að samveru fjölskyldu og vina. Í flokki grunnskólanema hlutu verðlaunin þær Valdís Björk Samúelsdóttir, Kristný Halla Bragadóttir, Agla Dís Adolfsdóttir, Emelía Ýr Gísladóttir og Emma Mist…Lesa meira

true

Íbúum fjölgaði í öllum sveitarfélögum Vesturlands á árinu

Samkvæmt skráningu Þjóðskrár voru Íslendingar 406.046 sunnudaginn 1. desember síðastliðinn og hafði fjölgað um 7.410 á 12 mánaða tímabili. Íbúar á Vesturlandi eru nú 18.479 og fjölgaði um 438 á árinu. Það er næstmesta fólksfjölgun eftir landshlutum, eða 2,4%, en á Suðurlandi fjölgaði um 3,8% á síðasta ári. Íbúum á Suðurnesjum fækkaði hins vegar um…Lesa meira

true

Jólatónleikar Tónlistarskóla Grundarfjarðar

Síðdegis í gær hélt Tónlistarskóli Grundarfjarðar jólatónleika í Grundarfjarðarkirkju þar sem nemendur léku listir sínar og komu gestum í sannkallað jólaskap. Trommusveitin byrjaði með taktfastri innkomu áður en píanó, gítar og blástursnemendur renndu í nokkur vel valin jólalög. Tónleikarnir enduðu svo á söngnemendum sem sáu til þess að allir gestir voru í glimrandi jólagír að…Lesa meira

true

Þekktasta smákaka landsins yfirfærð í ísblóm

MOON veitingar og Emmessís hafa í sameiningu þróað nýja gerð af Ísblómi sem inniheldur súkkulaðirjómaís með kaffi og sörubotni og verður Ísblómið framleitt í takmörkuðu magni fyrir jólahátíðina í ár. MOON veitingar, sem frumkvöðlarnir og matreiðslumeistararnir Sóley Rós Þórðardóttir úr Búðardal og Árdís Eva Bragadóttir stofnuðu fyrir fáeinum árum fyrir veisluþjónustu, hafa gert garðinn frægan…Lesa meira

true

Hestur – Ein þekktasta sauðfjárrannsóknarstöð heims 80 ára

Á þessu ári er starfsemi tilraunabúsins á Hesti 80 ára. Í mars var haldinn tveggja daga ákaflega vel heppnuð ráðstefna til að minnast tímamótanna. Ætlunin er að á næsta ári gefi LbhÍ út glæsilegt afmælisrit með meginefni ráðstefnunnar sem allir eiga þá greiðan aðgang að. Þar verður fjöldi áhugaverðra erinda frá fundunum, sem ég hvet…Lesa meira

true

Björgunarsveitin Heimamenn fékk styrk frá Össu

Undanfarin 14 ár hefur handverksfélagið Assa í Reykhólahreppi verið með nytjamarkað þar sem allskyns hlutir og bækur eru fáanlegar. Verðlagning er með þeim hætti að kaupendur bjóða í hlut sem þeim líst á og oftast er því tekið án þess að athugasemdir séu gerðar. Fram kemur á vef Reykhólahrepps að bækurnar hafa verið verðlagðar á…Lesa meira

true

Gleymdi sér við myndatökuna

Hann var seinheppinn erlendi ferðamaðurinn sem átti leið um Grundarfjörð fyrr í dag. Líkt og fleiri dáðist hann mjög að útsýninu, stöðvaði för bíls síns úti í vegarkanti og steig út til myndatöku. Reyndar gleymdi hann að setja bílinn í handbremsu með þeim afleiðingum að bíllinn rann afturábak sem leið lá út í Kirkjufellslónið. Þar…Lesa meira

true

Litla stúlkan með eldspýturnar

Síðasta föstudag og laugardag var söngleikurinn Litla stúlkan með eldspýturnar sýndur í sal Tónlistarskólans á Akranesi, Tónbergi. Það voru börn í 3.-7. bekk sem léku í sýningunni en þau höfðu frá því í haust tekið þátt í tíu vikna söngleikjanámskeiði undir stjórn mæðgnanna Theodóru Þorsteinsdóttur og Hönnu Ágústu Olgeirsdóttur úr Borgarnesi. Námskeiðinu lauk með sýningu…Lesa meira

true

Grunur um E-coli í neysluvatni í Helgafellssveit

Íbúum í Helgafellssveit ofan við Stykkishólm er ráðlagt að sjóða neysluvatn í varúðarskyni. Samkvæmt tilkynningu á vef Sveitarfélagsins Stykkishólms er íbúum í Helgafellssveit, frá vatnsbólinu í Svelgsárhrauni til og með Gámastöðinni, ráðlagt að sjóða drykkjarvatn í varúðarskyni vegna vísbendinga um hugsanlega kólígerlamengun frá vatnsbólinu. „Vatnið er gegnumlýst áður en það fer inn á Stykkishólm og…Lesa meira