Fréttir

Grunur um E-coli í neysluvatni í Helgafellssveit

Íbúum í Helgafellssveit ofan við Stykkishólm er ráðlagt að sjóða neysluvatn í varúðarskyni. Samkvæmt tilkynningu á vef Sveitarfélagsins Stykkishólms er íbúum í Helgafellssveit, frá vatnsbólinu í Svelgsárhrauni til og með Gámastöðinni, ráðlagt að sjóða drykkjarvatn í varúðarskyni vegna vísbendinga um hugsanlega kólígerlamengun frá vatnsbólinu. „Vatnið er gegnumlýst áður en það fer inn á Stykkishólm og þar er enga gerlamengun að finna. Suðutilmæli eiga því ekki við um neysluvatn í bænum sjálfum.“

Veitur ásamt Heilbrigðiseftirliti Vesturlands eru að taka fleiri sýni úr neysluvatninu til að greina það nánar. Fyrstu niðurstöður ættu að liggja fyrir á morgun.“

Grunur um E-coli í neysluvatni í Helgafellssveit - Skessuhorn