
Um 30 nemendur tóku þátt í sýningunni. Ljósm. vaks
Litla stúlkan með eldspýturnar
Síðasta föstudag og laugardag var söngleikurinn Litla stúlkan með eldspýturnar sýndur í sal Tónlistarskólans á Akranesi, Tónbergi. Það voru börn í 3.-7. bekk sem léku í sýningunni en þau höfðu frá því í haust tekið þátt í tíu vikna söngleikjanámskeiði undir stjórn mæðgnanna Theodóru Þorsteinsdóttur og Hönnu Ágústu Olgeirsdóttur úr Borgarnesi. Námskeiðinu lauk með sýningu á þessum barnasöngleik eftir Magnús Pétursson sem byggður er á sögu H.C. Andersen um fátæka stúlku sem deyr úr kulda þar sem hún selur eldspýtur á götum borgarinnar á gamlárskvöld.