Fréttir
Marað í hálfu kafi. Ljósm. tfk

Gleymdi sér við myndatökuna

Hann var seinheppinn erlendi ferðamaðurinn sem átti leið um Grundarfjörð fyrr í dag. Líkt og fleiri dáðist hann mjög að útsýninu, stöðvaði för bíls síns úti í vegarkanti og steig út til myndatöku. Reyndar gleymdi hann að setja bílinn í handbremsu með þeim afleiðingum að bíllinn rann afturábak sem leið lá út í Kirkjufellslónið. Þar stóð bíllinn umkomulaus en með ljósin kveikt. Engan sakaði en bíllinn er ekki samur á eftir.

Gleymdi sér við myndatökuna - Skessuhorn