Fréttir

true

Fallið frá skerðingum fyrir norðan og austan

Landsvirkjun hefur tilkynnt stórnotendum á norður- og austurhluta landsins að ekki muni koma til þeirra skerðinga á afhendingu raforku um áramótin sem reiknað hafði verið með. „Áfram verður fylgst með stöðu mála, en útlitið á svæðinu er þokkalegt, t.d. er staða Hálslóns betri í ár en í fyrra,“ segir í tilkynningu frá Landsvirkjun. Skerðingar á…Lesa meira

true

Jólablað Skessuhorns væntanlegt í næstu viku

Hið árlega Jólablað Skessuhorns verður gefið út í næstu viku, miðvikudaginn 18. desember. Það verður jafnframt síðasta tölublað ársins, en fyrsta blað nýs árs verður gefið út 8. janúar. Eins og jafnan verður víða leitað fanga í efnistökum og vonandi eitthvað við allra hæfi að finna í Jólablaðinu. Auglýsendur eru hvattir til að panta pláss…Lesa meira

true

Hver er Vestlendingur ársins 2024?

Skessuhorn stendur nú í 27. skipti fyrir vali á Vestlendingi ársins, þeim íbúa í landshlutanum sem hefur á einhvern hátt skarað fram úr á árinu og verðskuldar sæmdarheitið Vestlendingur ársins 2024. Skilyrði er að sá/þeir sem tilnefndir eru hafi búsetu á Vesturlandi. Allir íbúar á Vesturlandi geta sent inn tilnefningar á ritstjórn Skessuhorns um Vestlending…Lesa meira

true

Enginn átti möguleika á að stoppa hann

Rætt við fyrrverandi leikmenn Skallagríms í körfubolta, um leikmanninn Danny Shouse sem skoraði 100 stig í einum og sama leiknum gegn þeim í desember 1979 – og hvernig þeirra upplifun var af leiknum Nýverið fóru af stað þættir á Stöð 2 Sport, þar sem fjallað er um bandaríska körfuboltaleikmenn sem hafa komið til Íslands. Þættirnir…Lesa meira

true

Ný flugvél í Reykhólahreppi

Síðasta laugardag lenti nýjasta flugvélin í flugflota Reykhólahrepps, TF-KAS, á túnflöt á Hofsstöðum sem gegnir einnig hlutverki flugbrautar. Það eru þeir félagar Snæbjörn Jónsson og Sigmundur Magnússon sem eiga þessa flugvél. Þeir eru búnir að reka þetta „flugfélag“ í tæp níu ár, snemma árs 2016 keyptu þeir samskonar vél, TF-KAO, sem þeir hafa átt þar…Lesa meira

true

Risastyrkur frá ESB til að innleiða vatnaáætlun hér á landi

Umhverfisstofnun, ásamt 22 samstarfsaðilum víðsvegar um landið, hefur hlotið um 3,5 milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu til að vinna að fjölbreyttum verkefnum til að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi. Meðal samstarfsaðila eru nokkrar stofnanir og m.a. fimm sveitarfélög og er Grundarfjarðarbær einn þeirra. Verkefnisstjóri verður Sæmund Sveinsson en hann mun hefja störf…Lesa meira

true

Sýning lokaverkefna í FSN

Útskriftarnemendur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði kynntu lokaverkefni sín í sal skólans í gærmorgun. Útskriftarnemendur eru sjö að þessu sinni og þar af fjórir sem útskrifast úr fjarnámi. Það voru því einungis þrír nemendur sem kynntu lokaverkefni sín að þessu sinni og þar mátti sjá lokaverkefni um húðflúr, tréútskurð og ferðaþjónustu. Kynningin fór vel fram…Lesa meira

true

Ferjuleiðir buðu lægst í rekstur Baldurs

Tilboð í rekstur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs voru opnuð 3. desember síðastliðinn en Vegagerðin auglýsti útboðið á Evrópska efnahagssvæðinu. Alls bárust þrjú tilboð. Núverandi rekstraraðili, Sæferðir ehf í Stykkishólmi, átti hæsta tilboðið og var það upp á 2.050.132.500 sem er 7,5% yfir áætluðum rekstrarkostnaði Vegagerðarinnar. Lægsta tilboðið átti Ferjuleiðir ehf. í Reykjavík. Tilboð fyrirtækisins var upp á…Lesa meira

true

Jólatrjáasala í Álfholtsskógi næstu tvær helgar

Árleg jólatrjáasala Skógræktarfélags Skilmannahrepps í Álfholtsskógi verður helgina 14. og 15. desember og laugardaginn 21. desember frá kl. 11:30 – 15:30 alla dagana. Jólatrjáasalan er fjáröflunarstarfsemi félagsins til að viðhalda skóginum og bæta við hann en hann er nú „Opinn Skógur“ til útivistar allan ársins hring. Fimm stór jólatré úr skóginum hafa verið sett upp…Lesa meira

true

Lokasýning á Vítahring

Söngleikurinn Vítahringur var frumsýndur í lok nóvember í Grundaskóla. Sýningin hefur fengið frábærar móttökur og er uppselt á fyrstu níu sýningarnar en sú níunda er í kvöld, miðvikudag. Lokasýningin á Vítahring er síðan á morgun, fimmtudag, og hefst klukkan 19. Það eru því síðustu forvöð fyrir leikhúsunnendur að sjá þessa skemmtilegu og vel heppnuðu sýningu.Lesa meira