Fréttir
TF-KAS á túnflötinni á Hofsstöðum. Ljósm. reykholar.is

Ný flugvél í Reykhólahreppi

Síðasta laugardag lenti nýjasta flugvélin í flugflota Reykhólahrepps, TF-KAS, á túnflöt á Hofsstöðum sem gegnir einnig hlutverki flugbrautar. Það eru þeir félagar Snæbjörn Jónsson og Sigmundur Magnússon sem eiga þessa flugvél. Þeir eru búnir að reka þetta „flugfélag“ í tæp níu ár, snemma árs 2016 keyptu þeir samskonar vél, TF-KAO, sem þeir hafa átt þar til þeir skiptu núna fyrir skömmu. Þeirri flugvél bregður fyrir í kvikmyndinni Djöflaeyjunni. Sigmundur kom með nýju vélina frá Haukadalsmelum, sem eru ekki langt frá Heklu.

Ný flugvél í Reykhólahreppi - Skessuhorn