Fréttir

Fallið frá skerðingum fyrir norðan og austan

Landsvirkjun hefur tilkynnt stórnotendum á norður- og austurhluta landsins að ekki muni koma til þeirra skerðinga á afhendingu raforku um áramótin sem reiknað hafði verið með. „Áfram verður fylgst með stöðu mála, en útlitið á svæðinu er þokkalegt, t.d. er staða Hálslóns betri í ár en í fyrra,“ segir í tilkynningu frá Landsvirkjun. Skerðingar á suðvesturhluta landsins hófust 24. október sl. og munu standa áfram. Áætlað var að skerðingar á norður- og austurhluta landsins hæfust 22. nóvember, þeim var svo frestað til áramóta hið minnsta en nú er fallið frá þeim um óákveðinn tíma.

Fallið frá skerðingum fyrir norðan og austan - Skessuhorn