
Risastyrkur frá ESB til að innleiða vatnaáætlun hér á landi
Umhverfisstofnun, ásamt 22 samstarfsaðilum víðsvegar um landið, hefur hlotið um 3,5 milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu til að vinna að fjölbreyttum verkefnum til að flýta fyrir og bæta innleiðingu vatnaáætlunar á Íslandi. Meðal samstarfsaðila eru nokkrar stofnanir og m.a. fimm sveitarfélög og er Grundarfjarðarbær einn þeirra. Verkefnisstjóri verður Sæmund Sveinsson en hann mun hefja störf hjá Umhverfisstofnun eftir áramótin.