
Jólatrjáasala í Álfholtsskógi næstu tvær helgar
Árleg jólatrjáasala Skógræktarfélags Skilmannahrepps í Álfholtsskógi verður helgina 14. og 15. desember og laugardaginn 21. desember frá kl. 11:30 – 15:30 alla dagana. Jólatrjáasalan er fjáröflunarstarfsemi félagsins til að viðhalda skóginum og bæta við hann en hann er nú „Opinn Skógur“ til útivistar allan ársins hring. Fimm stór jólatré úr skóginum hafa verið sett upp að vanda á Akranesi og eitt í Hvalfjarðarsveit.