Fréttir

Ferjuleiðir buðu lægst í rekstur Baldurs

Tilboð í rekstur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs voru opnuð 3. desember síðastliðinn en Vegagerðin auglýsti útboðið á Evrópska efnahagssvæðinu. Alls bárust þrjú tilboð. Núverandi rekstraraðili, Sæferðir ehf í Stykkishólmi, átti hæsta tilboðið og var það upp á 2.050.132.500 sem er 7,5% yfir áætluðum rekstrarkostnaði Vegagerðarinnar. Lægsta tilboðið átti Ferjuleiðir ehf. í Reykjavík. Tilboð fyrirtækisins var upp á 1.750.615.265 krónur sem er 91,8% af áætluðum kostnaði. Fyrirtækið Ferjuleiðir ehf. var stofnað árið 2022 í tengslum við tilboðsgerð í rekstur Hríseyjarferjunnar Sævars. Loks var þriðja tilboðið frá Sjótækni ehf. á Tálknafirði sem bauð 1.795.748.700 krónur, eða 94,2% af áætluðum kostnaði.

Ferjuleiðir buðu lægst í rekstur Baldurs - Skessuhorn