Fréttir

Hver er Vestlendingur ársins 2024?

Skessuhorn stendur nú í 27. skipti fyrir vali á Vestlendingi ársins, þeim íbúa í landshlutanum sem hefur á einhvern hátt skarað fram úr á árinu og verðskuldar sæmdarheitið Vestlendingur ársins 2024. Skilyrði er að sá/þeir sem tilnefndir eru hafi búsetu á Vesturlandi.

Allir íbúar á Vesturlandi geta sent inn tilnefningar á ritstjórn Skessuhorns um Vestlending ársins á netfangið: skessuhorn@skessuhorn.is eigi síðar en 20. desember nk. Gott er ef ábendingunum fylgi rökstuðningur í einni eða tveimur setningum. Ritstjórn mun vinna úr ábendingum en tilkynnt verður um niðurstöðuna miðvikudaginn 8. janúar 2025.