Fréttir
F.v. Arna Sigrún Kjartansdóttir, Hanna María Guðnadóttir og Hermann Oddsson kynntu lokaverkefni sín að þessu sinni. Ljósm. tfk

Sýning lokaverkefna í FSN

Útskriftarnemendur í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði kynntu lokaverkefni sín í sal skólans í gærmorgun. Útskriftarnemendur eru sjö að þessu sinni og þar af fjórir sem útskrifast úr fjarnámi. Það voru því einungis þrír nemendur sem kynntu lokaverkefni sín að þessu sinni og þar mátti sjá lokaverkefni um húðflúr, tréútskurð og ferðaþjónustu. Kynningin fór vel fram og margt áhugavert að sjá. Útskrift úr FSN verður föstudaginn 20. desember.

Sýning lokaverkefna í FSN - Skessuhorn