Nýjustu fréttir

Harmar rýr viðbrögð ráðuneytis og þingmanna vegna fjölda flóttamanna

Harmar rýr viðbrögð ráðuneytis og þingmanna vegna fjölda flóttamanna

Byggðarráð Borgarbyggðar vinnur nú að erindi til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga þar sem það mun freista þess að sjóðurinn veiti stuðning vegna kostnaðar sem Borgarbyggð hefur axlað vegna fjölda flóttafólks sem búið hefur undanfarin ár á Bifröst. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns á undanförnum mánuðum hefur hópur flóttafólks búið á Bifröst talsvert á þriðja…

Samgönguáætlun mjög rýr að mati Byggðarráðs Borgarbyggðar

Byggðarráð Borgarbyggðar tók til umfjöllunar á dögunum frumvarpsdrög innviðaráðherra að Samgönguáætlun 2026-2040. Í ályktun byggðarráðsins, sem samþykkt var samhljóða, segir að áætlunin feli í sér litlar breytingar vegna nýframkvæmda á Vesturlandi og í Borgarbyggð. Hlutur þeirra verði áfram mjög rýr. Þá segir ráðið það valda vonbrigðum að svo virðist sem að vegakerfið í Borgarbyggð muni…

Björgunarfélag Akraness kynnir leiðir til fjármögnunar nýs björgunarskips

Eins og fram kom í frétt Skessuhorns á dögunum stefnir Björgunarfélag Akraness að því að festa kaup á næsta ári á björgunarskipinu Gísla Jóns frá Ísafirði en nýtt skip, Guðmundur í Tungu, bættist í flotann á dögunum og leysti Gísla Jóns af hólmi. Í frétt á vef Björgunarfélags Akraness er sagt frá þessum fyrirhuguðu kaupum.…

Sextán tilnefnd til kjörs Íþróttamanneskju Akraness

Íþróttabandalag Akraness hefur birt lista með nöfnun 16 einstaklinga sem tilnefndir eru til kjörs á Íþróttamanneskju Akraness 2025. Kjörið fer fram á þrettándanum 6. janúar og verður í beinni útsendingu á ÍATV. Fljótlega opnar kosning fyrir íbúa inn í íbúagáttinni. Eftirfarandi eru tilnefnd og nefnd hér í stafrófsröð: Aníta Hauksdóttir – Vélhjólaíþróttafélag AkranesAníta tók þátt…

Styrkjum úthlutað til einkarekinna fjölmiðla

Stjórnarráðið hefur birt niðurstöðu úthlutunar styrkja til einkarekinna fjölmiðla 2025. Alls bárust 30 umsóknir um rekstrarstuðning innan umsóknarfrests þar sem samtals var sótt um rétt rúman einn milljarð króna. Til úthlutunar voru 550 milljónir að frádregnum kostnaði vegna umsýslu, auglýsinga, þóknunar fyrir störf úthlutunarnefndar o.fl. sem var um 1,09% af heildarfjárhæð eða 5.979.027 kr. Til…

Fimmtíu nemendur brautskráðir frá FVA

Á föstudaginn voru 50 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Í tilkynningu frá skólanum segir að stór hluti útskriftarnema hafi lokuð dreifnámi í húsasmíði eða sautján talsins. Samtals hafi 28 lokið námi í húsasmíði þar af þrjár konur. Tveir nemendur luku námi bæði í húsasmíði og viðbótarnámi til stúdentsprófs, þrír nemendur ljúka meistaranámi, einn…

Vesturlandsliðin töpuðu bæði leikjum sínum í fyrstu deildinni

Elleftu umferð 1. deildar karla í körfuknattleik lauk á föstudagskvöldið þegar Snæfellingar héldu í Hveragerði þar sem þeir mættu liði Hamars og Skallagrímur fékk lið Hauka í heimsókn. Fyrsti fjórðungur leiksins í Hveragerði endurspeglaði gengi liðanna fram að þessu í deildinni. Snæfellingar höfðu heldur frumkvæðið og leiddu 21-25. Heimamenn sóttu í sig veðrið og í…

Nýjasta blaðið