Nýjustu fréttir

Sveitarstjórn Borgarbyggðar segir Veitur getulausar

Sveitarstjórn Borgarbyggðar segir Veitur getulausar

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt harðorða bókun vegna stöðu vatnsmála í Grábrókarveitu í Borgarbyggð. Eins og fram kom í frétt Skessuhorns á dögunum var haldinn fundur með notendum veitunnar þar sem fram kom að óhreinindi í vatni veitunnar eru slík að það er með öllu ónothæft til þeirra hluta sem því er ætlað alla jafnan. Á…

Mandla vitavörður gekk sem nemur einu maraþoni

Heimilisköttur einn á Akranesi hefur vakið talsverða athygli á íbúasíðu bæjarbúa á FB. Læðan Mandla, í eigu þeirra Finnboga Rafns Guðmundssonar og Birgittu Þuru Birgisdóttur á Bárugötu 20, hefur tekið sér það hlutverk að vera til aðstoðar Hilmari Sigvaldasyni vitaverði á Breið. Mætir Mandla vitavörður reglulega til hans í vitavarðarskúrinn til skrafs og ráðagerða. Á…

Staðfesta breytingu skipulags Litla-Botnslands

Skipulagsstofnun staðfesti í síðustu viku breytingu á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 sem samþykkt var í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar 26. nóvember sl. Í breytingunni felst að marka stefnu um nýtt 13,9 hektara verslunar- og þjónustusvæði að Litla-Botnslandi 1 og minnka þannig frístundabyggð sem því nemur. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns er gert ráð fyrir uppbyggingu…

Sætir sigrar hjá Vesturlandsliðunum í 1. deild

Fjórtánda umferð 1. deildar karla í körfuknattleik hófst á föstudaginn. Lið Snæfells hélt til Akureyrar þar sem það mætti Þór í Höllinni. Leikurinn var afar jafn frá upphafi til enda og liðin skiptust á forystunni nánast allan leikinn. Eftir fyrsta leikhluta höfðu Snæfellingar yfirhöndina 16-18 en á hálfleik voru það heimamenn sem leiddu 36-33. Að…

Blóðsöfnun á Akranesi á morgun

Blóðbankabíllinn verður staddur við Stillholt 16-18 á Akranesi á morgun, þriðjudaginn 20. janúar frá kl. 10:00 – 17:00. Þangað eru allir sem mega gefa blóð hvattir til að mæta.

Endurtaka grenndarkynningu

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs Akraneskaupstaðar 13. janúar sl. var ákveðið að endurtaka grenndarkynningu vegna umsóknar til skipulagsfulltrúa um að breyta húsnæði við Kirkjubraut 4-6 þannig að í hluta þess verði rekið gistiheimili, en í hluta verslunar- og skrifstofurými. Stefnt er að því að opna gistiheimili með allt að átta herbergjum í húsnæðinu og verður…

Matsáætlun magnesíumverksmiðju í Hvalfirði birt í skipulagsgátt

Njörður holding ehf. hefur birt í Skipulagsgátt matsáætlun vegna byggingar verksmiðju á Gundartanga þar sem ætlunin er að vinna um 50.000 tonn af magnesíum úr sjó. Í framleiðsluferli myndast klór sem aukaafurð sem einnig verður nýtt. Matsáætlunin er verkáætlun komandi umhverfismats vegna byggingar verksmiðjunnar og er hún nú kynnt almenningi, hagsmunaaðilum og lögbundnum umsagnaraðilum um…

Nýjasta blaðið