Nýjustu fréttir

Víðigrundarbrennan verður á sínum stað annað kvöld

Víðigrundarbrennan verður á sínum stað annað kvöld

Íbúar við Víðigrund á Akranesi hafa um áratugaskeið boðið samborgurnum sínum til áramótabrennu. Svo verður einnig í ár. Undirbúningur brennunnar er í mjög föstum skorðum ár hvert undir stjórn brennukóngsins Þráins Sigurðssonar. Fyrst af öllu kemur öldungaráð götunnar saman milli hátíðanna og skipuleggur vandlega undirbúning og helstu tímasetningar því með árunum hafa kröfur samfélagsins á…

Ung kona á Vesturlandi datt í lukkupottinn

Það var einkar gleðilegur endir á árinu sem nú er senn að líða hjá ungri konu á Vesturlandi. Sú fékk aðalvinning vikunnar hjá Happdrætti DAS eða 4 milljónir króna á tvöfaldan miða. Konan, sem er með miða í áskrift hjá Happdrætti DAS, sagðist vera „orðlaus“ þegar starfsmaður happdrættis DAS hringdi í hana í morgun og…

Miðflokkurinn mælist stærstur í Norðvesturkjördæmi

Samkvæmt nýrri könnun Gallup, sem unnin er fyrir RUV á landsvísu, er mikil hreyfing á fylgi flokka. Stærstu tíðindin eru einkum þau að Miðflokkur er að bæta við sig fylgi og Viðreisn að tapa. Samfylking er sem fyrr stærsti flokkurinn. Stjórnin heldur velli samkvæmt könnuninni með minnsta mun eða 32 þingmenn. Ef könnunin er brotin…

Ríflega sjötíu þúsund farþegar með skemmtiferðaskipum til Vesturlands

Á árinu sem nú er að enda komu alls 71.730 farþegar með skemmtiferðaskipum til hafna á Vesturlandi í 87 skipakomum. Útgerðir skipanna skiluðu tæpum 135 milljónum í hafnargjöld á árinu og rann langmestur hluti þeirra til Grundarfjarðar. Þetta kemur fram í nýrri samantekt samtakanna Cruise Iceland. Flestar voru skipakomurnar til Grundarfjarðar eða 75 talsins og…

Mannslát í Borgarnesi

Maður á fimmtugsaldri fannst látinn utandyra í Borgarnesi á öðrum degi jóla. Fréttavefur Ríkisútvarpsins greindi frá. Vísað er til þess að Lögreglan á Vesturlandi segi ekkert benda til þess að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Beðið væri niðurstöðu krufningar til að staðfesta dánarorsök. Samkvæmt frétt RUV var maðurinn af erlendu bergi brotinn en bjó…

Lenti utan vegar í glærahálku

Fljúgandi hálka var á vegum í Borgarfirði í gær. Samhliða þoku tók að frysta og þá var ekki að sökum að spyrja með færð. Bifreiðin á meðfylgjandi mynd ók á vegskilti við krossgötur í Skorradal skömmu fyrir hádegi í gær og hafnaði utan vegar. Fernt var í bílnum og var fólkið flutt undir læknishendur og…

Mikilvægar upplýsingar fyrir dýraeigendur fyrir áramótin

Matvælastofnun vill minna á að flugeldar og önnur skoteldanotkun getur valdið dýrum miklum ótta og jafnvel ofsahræðslu. Hjá mörgum dýrum byggist hræðslan upp með tímanum og getur versnað frá ári til árs ef ekki er brugðist við. Mikilvægt er að dýraeigendur undirbúi dýrin sín vel og geri viðeigandi ráðstafanir til að draga úr vanlíðan og…

Nýjasta blaðið