Nýjustu fréttir

Loðnan heldur sig norður af landinu

Loðnan heldur sig norður af landinu

Rannsóknarskipið Árni Friðriksson hefur undanfarna daga verið í könnun á loðnugöngum austur og norður af landinu. Meginmarkmið leiðangursins var að kortleggja útbreiðslu loðnustofnsins til undirbúnings við skipulagningu og tímasetningu á heildarmælingu stofnsins. Í frétt frá Hafrannsóknastofnun kemur fram að loðnan sé nú tiltölulega skammt á veg komin í hrygningargöngunni austur fyrir land en fremsti hlutinn…

Samræmd próf tekin upp að nýja í vor

Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur birt í Samráðsgátt drög að reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmds námsmats í grunnskólum. Reglugerðin snýr annars vegar að nýju samræmdu prófunum í íslensku og stærðfræði sem allir nemendur í 4., 6. og 9. bekk grunnskóla gangast undir í fyrsta sinn nú í vor og hins vegar að safni valkvæðra matstækja…

Loðnu- og kolmunnakvóta úthlutað

Á dögunum úthlutaði Fiskistofa 31.046 tonnum af loðnu og 170.112 tonnum af kolmunna í samræmi við ákvæði reglugerða um leyfilegan heildarafla og veiðar í atvinnuskyni. Alls dreifist loðnu- og kolmunnakvótinn á sautján skip. Brim hf., sem á og rekur verkun á loðnu og kolmunna á Akranesi, fékk samtals úthlutað 35.606 tonnum af kolmunna og 5.588…

Kílómetrastaða enn óskráð hjá 15 prósent ökutækja

Skráning kílómetrastöðu ökutækja vegna kílómetragjalds hefur gengið mjög vel, samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu. Í dag, mánudaginn 12. janúar, er aðeins eftir að skrá 15% af þeim rúmlega 300 þúsund ökutækjum sem ný lög um kílómetragjald ná yfir. Framvegis verður kílómetragjald greitt mánaðarlega, með svipuðum hætti og rafmagnsreikningurinn, og er fyrsti gjalddagi 1. febrúar næstkomandi. Mælst…

Má reikna með sviptivindum fram yfir hádegi

Á Austurlandi verður áfram hríðarveður og síðar meir skafrenningskóf til morguns. Í ábendingum Vegagerðar kemur fram að áframhald verður á sviptivindum suðaustanlands. Einnig á Kjalarnesi og sunnanverðu Snæfellsnesi fram yfir hádegi. Nú slær vindur í 39 m/sek á Kjalarnesi. Í hugleiðingu Vegagerðarinnar segir að helsta breytingin er sú að veður fer versnandi norðanlands upp úr…

Borgarbyggð lækkar fjárhagsaðstoð um ríflega fjórðung

Byggðarráð Borgarbyggðar hefur að tillögu velferðarnefndar sveitarfélagsins lagt til við sveitarstjórn að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar við íbúa sveitarfélagsins verði lækkuð úr 274.362 krónum í 200.000 krónur eða um rúmlega 27%. Í umfjöllun velferðarnefndarinnar kom fram að Borgarbyggð greiði töluvert hærri fjárhæðir miðað við önnur sveitarfélög og um sé að ræða næsthæstu grunnfjárhæð miðað við gögn sem…

Andlát – Sturla Böðvarsson

Sturla Böðvarsson fyrrverandi bæjarstjóri, þingmaður, ráðherra og forseti Alþingis er látinn áttræður að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi á laugardaginn. Sturla fæddist í Ólafsvík 23. nóvember 1945, sonur Böðvars Bjarnasonar og eiginkonu hans Elínborgar Ágústsdóttur. Sturla lauk sveinsprófi í húsasmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík, varð húsasmíðameistari og lauk BS-prófi í byggingatæknifræði frá…

Nýjasta blaðið