Veröld

Veröld – Safn

true

Íslenska málflutningsstofan opnuð á Akranesi

Lögmannsstofan Íslenska málflutningsstofan hefur opnað skrifstofu og útibú að Kirkjubraut 40 á Akranesi. Starfsmenn lögmannsstofunnar eru fimm og hafa þeir víðtæka reynslu af lögfræðistörfum en lögmannsstofan leggur áherslu á þverfaglega starfsemi um land allt. Guðmundur St. Ragnarsson, lögm. og Guðmundur Sveinn Einarsson, lögfr. hafa haft fasta viðveru á Akranesi síðastliðið ár en nú hafa þrír…Lesa meira

true

Stormur í Hjarðarholtskirkju

Í gærkvöldi voru tónleikar haldnir í Hjarðarholtskirkju í Dölum. Tvær ungar konur; Ásta Soffía Þorgeirsdóttir og Kristina Farstad Bjordal, sem kalla sig Storm Duo, spiluðu þar snilldarlega á harmonikkur. Þær eru að klára tónleikaferðalag um Ísland, sem er hluti af enn stærra ferðalagi, sem hófst í norður Noregi og endar í suðurhluta Noregs nú í…Lesa meira

true

Vistvænir iðngarðar rísa í Flóahverfi á Akranesi

Akraneskaupstaður tilkynnti nýverið að skrifað hefði verið undir samstarfs- og markaðssamning við fyrirtækið Merkjaklöpp ehf. um samstarf við atvinnuuppbyggingu í Flóahverfi á Akranesi. Samningurinn markar upphaf að stóru og metnaðarfullu verkefni við atvinnuuppbyggingu á Akranesi og felur einkum í sér samstarf milli þessara aðila um að veita fyrirtækjum brautargengi að vistvænum iðngörðum á Akranesi og…Lesa meira

true

Dalamaður gróðursetti blóm í skriðufarið á Seyðisfirði

Sumarblóm lífga nú upp á farveginn sem stóra skriðan ruddi á Seyðisfirði í desember. Blómaunnandi úr Búðardal gerði sér ferð austur í síðustu viku til að gróðursetja í skriðufarið. Hann segir magnað að sjá hvernig skriðan hefur breyst síðustu mánuði. Í frétt Austurgluggans, héraðsfréttablaðs á Austurlandi segir: „Það var Svavar Garðarsson úr Búðardal sem kom…Lesa meira

true

Vefurinn List fyrir alla

Nú má nálgast yfirlit yfir öll menningarhús, sýningar, söfn og setur sem miðla list og menningu til barna og ungmenna á einum stað á vefnum. Á vef verkefnisins List fyrir alla er að finna ítarlegar upplýsingar um barnamenningu og listviðburði fyrir ungt fólk sem gagnast bæði skólum og fjölskyldum. List fyrir alla er verkefni á…Lesa meira

true

Fornleifauppgrefti í Ólafsdal lokið í bili

Sumarið 2018 hófst uppgröftur á minjum frá 9. eða 10. öld í Ólafsdal í Gilsfirði. Nú fjórum árum seinna er staðan sú að búið er að grafa upp öll mannvistarlög innan úr skálanum en veggirnir fá að standa enn. Hópur fornleifafræðinga frá Fornleifastofnun Íslands lauk við gröftinn síðastliðinn föstudag. „Það eru margar tóftir á þessu…Lesa meira

true

„Kirkjan stendur hjarta mínu mjög nærri“

Dagbjört Dúna Rúnarsdóttir býr ásamt fjölskyldu sinni í Böðvarsholti í Staðarsveit á Snæfellsnesi. Hún er gift Þorkeli Marvini Halldórssyni sem er menntaður bakari og vinnur sem matráður í Grunnskóla Snæfellsbæjar, Lýsudeild, þar sem dætur þeirra tvær ganga einnig í leik- og grunnskóla, þær Árelía Ósk og Viðja Margrét. Árið 2018 kláraði Dagbjört B.Ed. gráðu í…Lesa meira

true

Tóku upp sýndarveruleikamyndband í baðstofunni

Baðstofan frá Úlfsstöðum í Hálsasveit er mikil gersemi í Safnahúsi Borgarfjarðar, en hún er miðpunktur sýningarinnar Börn í 100 ár. Þangað komu prúðbúnir gestir í síðustu viku, þær Anna Dröfn Sigurjónsdóttir og Sigrún Elíasdóttir. Erindið þeirra var að taka upp myndband í baðstofunni. Þær stöllur vinna sem fyrr að ýmsum verkefnum í sameiningu, gjarnan á…Lesa meira

true

Örninn varðveitti baukinn í áratugi

Byggðasafn Borgarfjarðar er eitt safnanna í Safnahúsinu í Borgarnesi. Söfnun muna hófst fyrir margt löngu og einn fyrstu gripa sem safnið eignaðist var tóbaksbaukur sem hafði verið í eigu Jóns Jónssonar bónda í Knarrarnesi. Saga bauksins er áhugaverð. Jón var fæddur árið 1809 og varð einungis 37 ára gamall. Einhvern tímann á árunum 1830 til…Lesa meira

true

Heimir Fannar ráðinn framkvæmdastjóri hjá Advania

Skagamaðurinn Heimir Fannar Gunnlaugsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptalausna Advania. Frá 2013 hefur hann starfað hjá Microsoft, lengst af sem forstjóri. Heimir hefur víðtæka stjórnunarreynslu úr upplýsingatæknigeiranum. Undanfarin tvö ár hefur hann aðstoðað alþjóðleg fyrirtæki við að nýta viðskiptalausnir Microsoft. Þar á undan stýrði hann skrifstofu Microsoft á Íslandi í sex ár. Advania hefur um…Lesa meira