Veröld

Veröld – Safn

true

Vegirnir grétu líkt og illa þjáður einstaklingur

Þeir sem eiga hús vita að stöðugt og reglulegt viðhald er nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að eignin rýrni með tímanum í verði og að gæðum. Sérfræðingar halda því fram að árlega þurfi húseigendur að verja að jafnaði sem nemur 2-4% af virði eignarinnar til að hún haldi sér í horfinu. Þetta er…Lesa meira

true

Héraðsbúa í verkið

Nokkrir hvellir kváðu við í síðustu viku. Hæst ber að nefna veðurhvell mikinn, einkum á miðvikudaginn, þegar djúp og kröpp lægð óð vestan frá og yfir landið síðdegis. Sitthvað varð undan að láta. Því miður slasaðist einstaklingur á Akranesi þegar hann fauk í einni hviðunni og lenti illa. Vonandi mun viðkomandi ná sér af meiðslum…Lesa meira

true

Yfirheyrslan – Flest verið of stórt á mig í gegnum tíðina

Nafn: Hallgrímur Ólafsson Hvar ertu fæddur og hvenær? Sjúkrahúsi Akraness 19. júní 1977. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Léttur, næs og Melló. Áttu gæludýr? Nei, því miður. Fjölskyldumeðlimir glíma við ofnæmi af ýmsu tagi og því ekki hægt. Hef reyndar reynt að halda gullfiskum lifandi með lélegum árangri. Hvers saknarðu mest frá…Lesa meira

true

Dagur í lífi umsjónarmanns framkvæmda í Dalabyggð

Nafn: Kristján Ingi Arnarsson Fjölskylduhagir/búseta: Giftur Svanhvíti Lilju Viðarsdóttur og við eigum þrjú börn; 3, 6 og 10 ára. Búum í Búðardal. Starfsheiti/fyrirtæki: Umsjónarmaður framkvæmda hjá Dalabyggð. Áhugamál: Tónlist (flytja og njóta), útivist, ferðalög og störf viðbragðsaðila (starfa með björgunarsveitinni og slökkviliðinu). Dagurinn: Fimmtudagurinn 23. janúar 2025. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta…Lesa meira

true

Byrji á að taka til heima hjá sér

Það liggur nokkuð ljóst fyrir að íbúar veraldar eru römmustu umhverfissóðar. Mengandi stóriðja, olíu- og kolaiðnaður, endalausir flutningar og prumpandi kýr eru meðal þess sem að sögn er að valda mengun, versnandi loftgæðum sem aftur veldur annars óútskýrðum sveiflum í veðri. Höfin súrna vegna stórfelldrar losunar á gróðurhúsalofttegundum og áfram mætti telja. Við erum á…Lesa meira

true

Baráttan um starfsfólkið

Ríkisstjórn sú sem nýverið tók við völdum hafði það meðal fyrstu verka sinna að óska eftir tillögur frá almenningi, fyrirtækjum og félagasamtökum um hvar leita megi hagræðingar í opinberum rekstri. Viðbrögðin létu síst á sér standa og tæplega fjögur þúsund tillögur bárust. Margir kusu að koma fram undir nafnleynd og vissulega voru tillögurnar sem bárust…Lesa meira

true

Það skemmtilegasta við hlaupin er hvað þau geta verið fjölbreytt

Íþróttamaður vikunnar að þessu sinni er Davíð Andri Bragason en hann hlaut Maraþonbikar UMSB á dögunum. Davíð hljóp best í Haustmaraþoni FRÍ á síðasta ári þegar hann hljóp á tímanum 3:24:46 sem skilaði honum 3. sætinu í flokki 18-39 ára. Nafn: Davíð Andri Bragason Fjölskylduhagir? Ég er trúlofaður Elvu Björk og við eigum saman synina…Lesa meira