Veröld

Veröld – Safn

true

„Netið, sjónvarpið og betra fæði hefur bætt aðbúnað okkar“

Sigurður Ólafur Þorvarðarson er uppalinn Grundfirðingur og ólst upp í miklu návígi við sjóinn og sjávarútveginn. Faðir hans var Þorvarður Lárusson útgerðarmaður og skipstjóri. Allir bræður Óla Sigga fóru ungir til sjós og fjórir af fimm bræðrum hans fóru í Stýrimannaskólann. „Ég var 15 ára þegar ég byrjaði á skaki á Lunda SH-1 sem faðir…Lesa meira

true

Sumarið í sveitinni er tilvalin bók í fjölskylduferðalagið

Sumarið í sveitinni er ný bók eftir þau Guðjón Ragnar Jónasson og Hörpu Rún Kristjánsdóttur. Í bókinni eru fjölmargar spurningar og svör sem tengjast lífinu í sveitum landsins. Veit fólk til dæmis hvaða starfi kúarektorar gegna? Eða hver er metfjöldi fæddra grísa í einu goti í Húsdýragarðinum? Eða hvað það þýðir eiginlega að marka lömbin?…Lesa meira

true

112 tilbrigði íslenskrar tungu um vind

Listakonan Sólrún Halldórsdóttir er fædd og uppalin í Grundarfirði en býr í Kópavogi í dag. Ræturnar til Grundarfjarðar eru sterkar og kom ekkert annað til greina en að setja listaverkið með 112 tilbrigðum af íslenskum veðurorðum upp þar. Verkið var fyrst sett upp í Grundarfirði sumarið 2019 í tengslum við sýninguna Umhverfing sem samanstóð af…Lesa meira

true

Tattoo blót í Langaholti um hvítasunnuhelgina

Um Hvítasunnuhelgina, 21. til 24. maí verður haldin Vorhátíð í Langaholti á Snæfellsnesi. Fjölbreytt dagskrá verður í boði fyrir gesti en grunnstefið í hátíðinni er húðflúr og piercing enda er undirtitill hátíðarinnar Tattoo blót Langaholti. Þá verða einnig margskonar tónlistaratriði á dagskránni. Að sögn Fjölnis Geirs Bragasonar, eða Fjölnis Tattoo eins og hann er oftast…Lesa meira

true

Vill fá tilfinningu fyrir því hvernig hjartað slær á hverjum stað

Helgina 23.-25. apríl fór fram forval hjá Vinstri hreyfingunni grænu framboði í Norðvesturkjördæmi. Þar var valið í fimm efstu sæti á framboðslista fyrir alþingiskosningarnar næsta haust. Bjarni Jónsson sigraði í forvalinu og mun því leiða lista VG í Norðvesturkjördæmi. Í öðru sæti hafnaði Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingiskona, og þriðja sætið tók Sigríður Gísladóttir. Bjarni Jónsson…Lesa meira

true

Skessuhorn þátttakandi í norrænum viðskiptahraðli á vegum Facebook

Samfélagsmiðillinn Facebook auglýsti síðastliðinn vetur eftir svæðisbundnum fjölmiðlum á Norðurlöndunum til þátttöku í nýjum viðskiptahraðli. Nú um helgina greindi fyrirtækið svo formlega frá verkefninu sem raunar hófst í mars. Í viðskiptahraðlinum voru samþykktar umsóknir frá sextán fjölmiðlafyrirtækjum víða af Norðurlöndunum sem valin voru úr hópi hundruða umsækjenda. Þeirra á meðal er Skessuhorn sem einn íslenskra…Lesa meira

true

„Ég finn að hjartað mitt á heima í Norðvesturkjördæmi“

Í lok síðasta mánaðar var kynntur til leiks oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi en það er Guðmundur Gunnarsson sem mun leiða listann í kjördæminu í kosningunum næsta haust. En uppstillingarnefnd Viðreisnar á enn eftir að kynna listann í heild sinni. Guðmundur þekkir kjördæmið vel, hann ólst upp í Bolungarvík en faðir hans er Siglfirðingur og mamma…Lesa meira

true

Sveinbjörn Reyr tekst á við nýjan veruleika eftir vélhjólaslys

Sumardagurinn fyrsti fyrir rúmu ári hverfur Sveinbirni Reyr Hjaltasyni á Akranesi seint úr minni. Þann dag lenti hann í óhappi á motocrossbrautinni við rætur Akrafjalls, hendist á hjóli sínu út fyrir braut og liggur þar um tíma eða þar til félagi hans finnur hann eftir nokkra leit. Sveinbjörn Reyr brotnar við 6. hryggjarlið og er…Lesa meira

true

Sýnir brot úr stóru verki um líf ungrar konu á landsbyggðinni

Ljósmyndarinn Hjördís Halla Eyþórsdóttir hefur sett upp sýningu í Norska húsinu í Stykkishólmi þar sem hún sýnir hluta af nýju langtímaverki sem ber heitið Silfurbúrið. „Þetta er ekki fullklárað verk en það sýnir part af heildarverkinu sem enn er í vinnslu,“ segir Hjördís en fullklárað verður Silfurbúrið að bókverki. Silfurbúrið er verk sem sýnir frá…Lesa meira

true

„Byggðamál eru mannréttindamál“

Í lok marsmánaðar fór fram prófkjör Pírata í Norðvesturkjördæmi. Reglur flokksins í Norðvesturkjördæmi eru að yfir 100 manns þurfi að taka þátt svo niðurstaðan verði bindandi. Því lágmarki var ekki náð og var því öllum félagsmönnum Pírata á landsvísu boðið að taka þátt. Sigurvegari í kosningunni varð Magnús Davíð Norðdahl með 325 atkvæði. Gunnar Ingiberg…Lesa meira