Íþróttir

true

Svekkjandi jafntefli hjá Skagakonum

Fjórða umferð Lengjudeildar kvenna í knattspyrnu fór fram í gærkvöldi. Í Akraneshöllinni tók ÍA á móti liði Keflavíkur og fyrir viðureignina voru bæði lið með fjögur stig eftir þrjá leiki í 6.-7. sæti. Leikurinn fór ágætlega af stað, liðin voru að þreifa fyrir sér en gekk illa að skapa sér færi. Fyrsta færi leiksins kom…Lesa meira

true

Stór hópur frá UMFG lagði land undir fót – myndasyrpa

Föstudaginn 16. maí síðastliðinn héldu krakkar frá Ungmennafélagi Grundarfjarðar af stað frá Grundarfirði áleiðis til Ísafjarðar. Eitt stopp á Hólmavík og svo beið pizzaveisla eftir krökkunum við komuna á Ísafjörð. Undir 14 ára lið kvenna þurfti að bíða með matinn og halda beint í íþróttahúsið í fyrsta leik en þær áttu tvo leiki á föstudeginum…Lesa meira

true

Golfvertíðin hafin á Vesturlandi – heyrðum hljóðið í öllum golfklúbbunum

Fyrir margt löngu var þeirri ímynd haldið á lofti að golfíþróttin væri fyrst og fremst hugsuð fyrir efnaða eldri borgara í köflóttum buxum, en því fer aldeilis víðs fjarri. Golfsamband Íslands er nú næst stærsta íþróttasambandið innan ÍSÍ með rúmlega 26.000 félagsmenn og iðkendur á öllum aldri. Víða um Vesturland er að finna frábæra golfvelli…Lesa meira

true

Alvöru dramatík þegar Snæfellsnes sótti þrjú stig á Ísafjörð

Vestri tók á móti liði Snæfellsness í fimmta flokki kvenna sunnudaginn 18. maí í blíðskaparveðri á Ísafirði. Búið var að setja þennan leik á dagskrá hjá KSÍ og því tilviljun ein að stór hópur stúlkna voru að spila á blakmóti alla helgina á Ísafirði. Það lá því beinast við að reyna að spila þennan leik…Lesa meira

true

Skagamenn í vondum málum eftir tap gegn FH

ÍA og FH áttust við í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi og var leikurinn á Elkem vellinum á Akranesi. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru aldeilis góðar, sól og blíða og hitinn í kringum 15 stig. Fyrir leik voru heimamenn í ÍA með sex stig og gestirnir með fjögur í neðsta hlutanum og…Lesa meira

true

Stórtap hjá Reyni H. gegn Létti í fyrsta leik

Reynir Hellissandi tók á móti liði Léttis í fyrstu umferð A riðils 5. deildar karla í knattspyrnu í gær og var viðureignin á Ólafsvíkurvelli. Það er óhætt að segja að það hafi verið létt yfir leikmönnum Léttis í leiknum en að sama skapi reyndi á lið Reynis því það rigndi yfir þá mörkunum í góða…Lesa meira

true

Handboltaskóli framundan í Borgarnesi

Dagana 24.-25. maí verður boðið upp á handboltaskóla í íþróttahúsinu í Borgarnesi á vegum HSÍ, UMSB og Borgarbyggðar. Öll börn í 1. – 4. bekk eru velkomin og er þátttaka ókeypis. Handboltasmiðjan var sett upp í íþróttahúsinu í Borgarnesi árið 2023 en þá tóku 25 grunnskólakrakkar þátt. Handbolti hefur ekki verið stundaður í Borgarnesi síðan…Lesa meira

true

Sterkt stig hjá Víkingi en óvænt tap Kára

Vesturlandsliðin Víkingur Ólafsvík og Kári spiluðu í þriðju umferð í 2. deild karla í knattspyrnu um helgina. Víkingur fór í langferð austur en Kári lék á heimavelli í Akraneshöllinni. KFA og Víkingur mættust í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði á laugardaginn og seinkaði leiknum um hálftíma þar sem flugi gestanna var frestað um tvo tíma. Það kom…Lesa meira

true

Einar Margeir á leiðinni á Smáþjóðaleikana

Einar Margeir Ágústsson, sundmaður úr Sundfélagi Akraness, hefur verið valinn til þátttöku á Smáþjóðaleikunum sem fram fara í Andorra dagana 26.–31. maí. Sundsamband Íslands valdi 20 sundmenn til keppni að þessu sinni. Liðið heldur utan á miðvikudaginn og mun æfa í Andorra fram að móti til að aðlagast hæðinni og þynnra lofti sem þar er.…Lesa meira

true

Skagakonur náðu í stig í Njarðvík

Grindavík/Njarðvík og ÍA mættust í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu á laugardaginn og var leikurinn á JBÓ vellinum í Njarðvík. Sólin lét sjá sig eins og víða annars staðar sem þýddi að völlurinn var frekar þurr en rokrassgat var meðan á leik stóð sem var alls ekki að gera mikið fyrir bæði lið. Eydís Arna Hallgrímsdóttir…Lesa meira