Íþróttir
Úr leik ÍA og FH. Ljósm. gbh

Skagamenn í vondum málum eftir tap gegn FH

ÍA og FH áttust við í 7. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi og var leikurinn á Elkem vellinum á Akranesi. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar voru aldeilis góðar, sól og blíða og hitinn í kringum 15 stig. Fyrir leik voru heimamenn í ÍA með sex stig og gestirnir með fjögur í neðsta hlutanum og því upplagt fyrir liðin að reka af sér slyðruorðið.