
Hópurinn teygði úr sér og stillti sér upp í myndatöku á leiðinni heim. Ljósm. tfk
Stór hópur frá UMFG lagði land undir fót – myndasyrpa
Föstudaginn 16. maí síðastliðinn héldu krakkar frá Ungmennafélagi Grundarfjarðar af stað frá Grundarfirði áleiðis til Ísafjarðar. Eitt stopp á Hólmavík og svo beið pizzaveisla eftir krökkunum við komuna á Ísafjörð. Undir 14 ára lið kvenna þurfti að bíða með matinn og halda beint í íþróttahúsið í fyrsta leik en þær áttu tvo leiki á föstudeginum og undir 14 ára lið karla einn leik.