
Bárarvöllur nú í maí. Ljósm. gs. Samantekt: hig
Golfvertíðin hafin á Vesturlandi – heyrðum hljóðið í öllum golfklúbbunum
Fyrir margt löngu var þeirri ímynd haldið á lofti að golfíþróttin væri fyrst og fremst hugsuð fyrir efnaða eldri borgara í köflóttum buxum, en því fer aldeilis víðs fjarri. Golfsamband Íslands er nú næst stærsta íþróttasambandið innan ÍSÍ með rúmlega 26.000 félagsmenn og iðkendur á öllum aldri. Víða um Vesturland er að finna frábæra golfvelli og efnilega kylfinga. Skessuhorn ákvað að heyra hljóðið í rekstraraðilum golfvalla í landshlutanum og taka stöðuna á ástandi golfvalla nú í upphafi sumars.