
Einar Margeir á leiðinni á Smáþjóðaleikana
Einar Margeir Ágústsson, sundmaður úr Sundfélagi Akraness, hefur verið valinn til þátttöku á Smáþjóðaleikunum sem fram fara í Andorra dagana 26.–31. maí. Sundsamband Íslands valdi 20 sundmenn til keppni að þessu sinni. Liðið heldur utan á miðvikudaginn og mun æfa í Andorra fram að móti til að aðlagast hæðinni og þynnra lofti sem þar er.