
Trylltur fögnuður þegar sigurmarkið kom með síðustu spyrnu leiksins og mikill baráttusigur staðreynd. Ljósm. tfk
Alvöru dramatík þegar Snæfellsnes sótti þrjú stig á Ísafjörð
Vestri tók á móti liði Snæfellsness í fimmta flokki kvenna sunnudaginn 18. maí í blíðskaparveðri á Ísafirði. Búið var að setja þennan leik á dagskrá hjá KSÍ og því tilviljun ein að stór hópur stúlkna voru að spila á blakmóti alla helgina á Ísafirði. Það lá því beinast við að reyna að spila þennan leik en sex af níu liðsmönnum liðsins stóðu í ströngu í blaki og því nokkuð lúnar. Þær voru aðeins með einn varamann til taks og því ljóst að allir yrðu að leggja sitt af mörkum til að ná í úrslit.