Íþróttir
Lið Skallagríms í handbolta um 1981-1982. Efri röð frá vinstri: Sigurður Geirsson, Gísli Kr. Jónsson, Þórður Jónsson, Gunnar Örn Guðmundsson, Guðmundur Ólafsson, Stefán Haraldsson, Þorsteinn Gunnarsson, Jón Haraldsson. Neðri röð frá vinstri: Eiríkur Örn Baldursson, Jón Þórðarson, Jóhannes Harðarson, Ólafur Þorgeirsson, Kristmar Ólafsson og Gestur Fjeldsted. Ljósm. Jón Þórðarson.

Handboltaskóli framundan í Borgarnesi

Dagana 24.-25. maí verður boðið upp á handboltaskóla í íþróttahúsinu í Borgarnesi á vegum HSÍ, UMSB og Borgarbyggðar. Öll börn í 1. – 4. bekk eru velkomin og er þátttaka ókeypis. Handboltasmiðjan var sett upp í íþróttahúsinu í Borgarnesi árið 2023 en þá tóku 25 grunnskólakrakkar þátt. Handbolti hefur ekki verið stundaður í Borgarnesi síðan í kringum 1985 en þá var Skallagrímur með lið í Íslandsmóti.

Handboltaskóli framundan í Borgarnesi - Skessuhorn