Íþróttir

true

Kári hóf leik með stórsigri á Elliða

Fyrsta umferð 3. deildar karla í knattspyrnu hófst á föstudagskvöldið og í Akraneshöllinni mættust lið Kára og Elliða. Fyrir mót hafði liði Kára verið spáð efsta sætinu í deildinni hjá fotbolti.net og þeir komu fullir sjálfstrausts inn í leikinn. Þeir voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik án þess þó að ná að opna lið Elliða…Lesa meira

true

Víkingur Ó. með sigur í fyrsta leik

Víkingur Ólafsvík og Völsungur frá Húsavík mættust í fyrstu umferð í 2. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn. Eftir markalausan fyrri hálfleik fóru hlutirnir að gerast og fyrsta markið kom strax í byrjun seinni hálfleiks. Það skoraði Luke Williams, fyrirliði Víkings, og aðeins fimm mínútum síðar skoraði markahrókurinn Gary Martin annað mark Víkings, staðan 2-0…Lesa meira

true

Stjarnan skellti Skagamönnum

Stjarnan og ÍA áttust við í fimmtu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í gær og var viðureignin á Samsungvellinum í Garðabæ. Gestirnir komust yfir á níundu mínútu leiksins þegar Árni Salvar Heimisson fékk boltann á hægri kantinum, hann átti góða fyrirgjöf sem rataði beint á Hinrik Harðarson og hann afgreiddi boltann snyrtilega í netið.…Lesa meira

true

Atli hættur sem þjálfari Skallagríms

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Skallagríms og Atli Aðalsteinsson hafa komist að samkomulagi um að endurnýja ekki samninginn þeirra á milli en samningurinn við Atla rann út eftir tímabilið sem nú er nýlokið. Áður hafði Hafþór Ingi Gunnarsson sagt starfi sínu lausu sem aðstoðarþjálfari Atla til þriggja ára. Atli hefur þjálfað meistaraflokk Skallagríms síðan 2019 eða í fjögur…Lesa meira

true

„Viljum enda hærra í deildinni í sumar“

Spjallað við Aron Ými Pétursson þjálfara Kára Knattspyrnufélagið Kári leikur í 3. deild karla í ár eins og síðustu tvö árin á undan en í fyrra endaði liðið í 5. sæti deildarinnar. Aron Ýmir Pétursson er á sínu öðru ári með liðið og honum til aðstoðar eru þeir Andri Júlíusson og Alexander Aron Davorsson. Blaðamaður…Lesa meira

true

„Tilfinningin er sú að þetta sé mjög jöfn deild“

Brynjar Kristmundsson þjálfari Víkings Ólafsvíkur tekinn tali Víkingur Ólafsvík spilar þriðja árið í röð í 2. deild karla í knattspyrnu í sumar en í fyrra hafnaði Víkingur í fimmta sæti deildarinnar. Brynjar Kristmundsson stýrir liðinu í sumar eins og á síðasta tímabili. Fyrsti leikur Víkings í deildinni er á móti Völsungi næsta laugardag á Ólafsvíkurvelli…Lesa meira

true

„Við eigum klárlega heima í Lengjudeildinni“

Rætt við Skarphéðin Magnússon þjálfara kvennaliðs ÍA ÍA leikur í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu í sumar eftir að hafa endað í 2. sæti í 2. deild á síðasta tímabili. Aðalþjálfari liðsins síðustu tvö ár var Magnea Guðlaugsdóttir en hún lét af störfum eftir síðasta tímabil og við starfinu tók Skarphéðinn Magnússon sem hefur þjálfað hjá…Lesa meira

true

Drífa með gull og silfur á Íslandsmótinu

Meistaramót Íslands í badminton var haldið í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði um helgina í samvinnu við Badmintonfélag Hafnarfjarðar. Mótið var hið glæsilegasta og var þátttaka góð, fjölmargir áhorfendur lögðu leið sína í Hafnarfjörðinn og var keppni jöfn og spennandi. Keppt var í þremur deildum; Úrvalsdeild, 1. deild og 2. deild. Gerda Voitechovskaja BH og…Lesa meira

true

Naumt tap ÍA gegn FH í spjaldaleik

Hátt í fimm hundruð áhorfendur voru mættir í Akraneshöllina í gær til að horfa á leik ÍA og FH í fjórðu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Liðin hófu leik af fullum krafti og áttu sitt hvort færið í upphafi leiks. Fyrsta mark leiksins kom á 13. mínútu þegar FH-ingurinn Kjartan Kári Halldórsson lét boltann…Lesa meira

true

Halló-Ringó ´24 á Akureyri

Áhugafólk um ringó lagði um síðustu helgi leið sína á Akureyri. Þar fór fram vormót þeirra er ringóíþróttina stunda. Til leiks voru skráð níu lið frá fimm félögum. Leikið var í Akureyrarhöllinni, glæsileg aðstaða og samtímis var spilað á þremur völlum. Allur undirbúningur, framkvæmd og veitingar voru Akureyringum til fyrirmyndar. Við mótssetningu sagði Héðinn Svarfdal…Lesa meira