
Gabríel Þór Þórðarson (nr. 2) í baráttu í leiknum. Ljósm. af
Víkingur Ó. með sigur í fyrsta leik
Víkingur Ólafsvík og Völsungur frá Húsavík mættust í fyrstu umferð í 2. deild karla í knattspyrnu á laugardaginn. Eftir markalausan fyrri hálfleik fóru hlutirnir að gerast og fyrsta markið kom strax í byrjun seinni hálfleiks. Það skoraði Luke Williams, fyrirliði Víkings, og aðeins fimm mínútum síðar skoraði markahrókurinn Gary Martin annað mark Víkings, staðan 2-0 og heimamenn í ansi góðum málum. Arnór Siggeirsson bætti síðan við þriðja markinu á 57. mínútu og Ólsarar búnir að gera út um leikinn á þessum tólf mínútna kafla. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og lokatölur öruggur og sanngjarn sigur Víkings, 3-0.