
Naumt tap ÍA gegn FH í spjaldaleik
Hátt í fimm hundruð áhorfendur voru mættir í Akraneshöllina í gær til að horfa á leik ÍA og FH í fjórðu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Liðin hófu leik af fullum krafti og áttu sitt hvort færið í upphafi leiks. Fyrsta mark leiksins kom á 13. mínútu þegar FH-ingurinn Kjartan Kári Halldórsson lét boltann vaða af um 30 metra færi úr aukaspyrnu undir varnarmann ÍA sem var einn í vegg og boltinn endaði í netinu. Óverjandi fyrir Árna Marinó Einarsson sem hefði kannski átt að gera betur í að verja skotið en staðan 0-1 fyrir FH. Gestirnir voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og sköpuðu sér fleiri færi en það voru þó Skagamenn sem jöfnuðu metin rétt fyrir hálfleik. Jón Gísli Eyland fékk þá boltann út við hliðarlínuna og sendi hann á fjærstöngina. Þar var Viktor Jónsson á auðum sjó og stangaði knöttinn í netið, hans fimmta mark í sumar og staðan 1-1 eftir fjörugan og skemmtilegan fyrri hálfleik.