
Börkur Bernharð, Þór Llorens og Axel Freyr sáu um mörkin gegn Elliða. Ljósm. Kári
Kári hóf leik með stórsigri á Elliða
Fyrsta umferð 3. deildar karla í knattspyrnu hófst á föstudagskvöldið og í Akraneshöllinni mættust lið Kára og Elliða. Fyrir mót hafði liði Kára verið spáð efsta sætinu í deildinni hjá fotbolti.net og þeir komu fullir sjálfstrausts inn í leikinn. Þeir voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik án þess þó að ná að opna lið Elliða sem reyndi að hægja á leiknum og tókst það ágætlega. Besta færið í fyrri hálfleik fékk Máni Berg Ellertsson á 37. mínútu en skot hans úr teignum fór rétt yfir og markalaust í hálfleik, staðan 0-0.