
Atli og Hafþór Ingi á lokahófi Skallagríms 2024. Ljósm. Kkd. Skallagríms
Atli hættur sem þjálfari Skallagríms
Stjórn Körfuknattleiksdeildar Skallagríms og Atli Aðalsteinsson hafa komist að samkomulagi um að endurnýja ekki samninginn þeirra á milli en samningurinn við Atla rann út eftir tímabilið sem nú er nýlokið. Áður hafði Hafþór Ingi Gunnarsson sagt starfi sínu lausu sem aðstoðarþjálfari Atla til þriggja ára.