
Gerda, Drífa, Arna Karen og Sigríður með verðlaunin. Ljósm. BSÍ
Drífa með gull og silfur á Íslandsmótinu
Meistaramót Íslands í badminton var haldið í Íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði um helgina í samvinnu við Badmintonfélag Hafnarfjarðar. Mótið var hið glæsilegasta og var þátttaka góð, fjölmargir áhorfendur lögðu leið sína í Hafnarfjörðinn og var keppni jöfn og spennandi. Keppt var í þremur deildum; Úrvalsdeild, 1. deild og 2. deild.