Íþróttir

true

ÍR-ingar ofjarlar Skagamanna

ÍA og ÍR áttust við í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var viðureignin á Jaðarsbökkum á Akranesi. Fyrir leik voru heimamenn um miðja deild með 16 stig á meðan ÍR var á toppnum ásamt Fjölni með 28 stig  Leikurinn fór frekar rólega af stað, þegar rúmar fimm mínútur voru liðnar af leiknum…Lesa meira

true

Sindri Karl Sigurjónsson sló sautján ára gamalt Íslandsmet

Um síðustu helgi fór fram MÍ innanhússmót í frjálsum í Laugardalshöll. Sindri Karl Sigurjónsson frá UMSB bætti þar aldursflokkametið í 3000m hlaupi í flokki pilta 15 ára. Hann hljóp á tímanum 9:40,81 mín en fyrra aldursflokkamet átti Fannar Blær Austar Egilsson (USÚ), á tímanum 9:45,55 mín. Það met var frá árinu 2007.Lesa meira

true

Skallagrímur vann öruggan sigur á Snæfelli

Skallagrímur tók á móti Snæfelli í Fjósinu í Borgarnesi í 1. deild karla í körfu í sannkölluðum Vesturlandsslag á föstudagskvöldið. Fyrir leik var staða liðanna í deildinni nokkuð ólík, Skallagrímur var með 16 stig í 5.-7. sæti á meðan Snæfell var í því neðsta með fjögur stig. Það sýndi sig þó ekki alveg í byrjun…Lesa meira

true

Lengjubikarinn fór á fullt um helgina

Það var nóg að gera hjá Vesturlandsliðunum um helgina í Lengjubikarnum í knattspyrnu. Skagamenn léku fyrir norðan eftir að hafa unnið stórsigur í fyrsta leik og lið Víkings Ólafsvíkur og Kára og lið ÍA kvennamegin hófu keppni í sínum deildum. KA og ÍA mættust í Boganum á Akureyri á föstudagskvöldið í A deild karla og…Lesa meira

true

Unnur Ýr setur skóna upp í hillu

Knattspyrnukonan Unnur Ýr Haraldsdóttir hefur tekið þá ákvörðun að leggja skóna á hilluna eftir langan og farsælan feril með ÍA. Fyrsti leikur hennar með meistaraflokki var árið 2009 þegar hún var aðeins 15 ára gömul. Hún lék alls 161 deildarleik með ÍA, skoraði 64 mörk og lék alls tólf tímabil í meistaraflokki. Á FB síðu…Lesa meira

true

Tvær jafnar í efsta sæti á fyrsta móti í Vesturlandsdeildinni

Fyrsta mótið í Vesturlandsdeildinni í hestaíþróttum fór fram í gærkvöldi í Faxaborg í Borgarnesi. Keppt var í fjórgangi. Eftir forkeppni var það Fredrica Fagurlund og Sjarmur frá Fagralundi sem stóðu efst með 6,57 í einkunn. Í A úrslitum urðu þær Fredrika og Glódís Líf Gunnarsdóttir svo jafnar í fyrsta sæti en Fredrika sigraði í sætaröðunni…Lesa meira

true

Snæfell tapaði á móti Val í hörkuleik

Valur og Snæfell mættust í 2. umferð B deildar kvenna í Subway deildinni í körfuknattleik í gærkvöldi og var viðureignin í N1 höllinni á Hlíðarenda. Liðin skiptust á að ná forystu á fyrstu mínútunum og staðan 10:9 fyrir Val eftir fimm mínútna leik. Þegar fyrsta leikhluta lauk var munurinn þrjú stig á milli liðanna Val…Lesa meira

true

Sundmenn SA stóðu sig vel á gullmóti KR

Gullmót KR í sundi var haldið um síðustu helgi í Laugardalslaug og tóku 19 sundmenn frá Sundfélagi Akraness þátt í mótinu. Að sögn Kjell Wormdal, yfirþjálfara SA, var sundfélagið með krakka frá níu ára aldri á mótinu um helgina en þetta er eitt af gistimótum ársins og stemningin meðal krakkanna var mjög góð alla helgina.…Lesa meira

true

Skallagrímur kominn með nýjan þjálfara

Knattspyrnudeild Skallagríms í Borgarnesi hefur ráðið þjálfara meistaraflokks fyrir tímabilið í sumar. Jón Theodór Jónsson framkvæmdastjóri deildarinnar segir að 14 einstaklingar hefðu sótt um starfið og það væri búið að taka smá tíma að velja þann rétta. „Eftir viðtöl við marga mjög spennandi kosti þá stóð eftir eitt nafn, Scott Bowen. Hann er góður vinur…Lesa meira

true

Vesturlandsliðin töpuðu öll í körfunni um helgina

Sextánda umferðin í fyrstu deild karla í körfuknattleik fór fram á föstudagskvöldið og þurftu liðin þrjú af Vesturlandi öll að þola tap. Mesta spennan var í leik Sindra og Skallagríms sem var í Ice Lagoon höllinni á Höfn þó lítið hefði bent til þess miðað við hvernig leikurinn fór af stað. Þegar fimm mínútur voru…Lesa meira