
Shawnta Shaw skoraði 17 stig á móti Val. Ljósm. Bæring Nói Dagsson
Snæfell tapaði á móti Val í hörkuleik
Valur og Snæfell mættust í 2. umferð B deildar kvenna í Subway deildinni í körfuknattleik í gærkvöldi og var viðureignin í N1 höllinni á Hlíðarenda. Liðin skiptust á að ná forystu á fyrstu mínútunum og staðan 10:9 fyrir Val eftir fimm mínútna leik. Þegar fyrsta leikhluta lauk var munurinn þrjú stig á milli liðanna Val í vil, 19:16. Baráttan hélt áfram í öðrum leikhluta og heimakonur voru sterkari þar til að byrja með og náðu tíu stiga forskoti eftir tæpar fimm mínútur, staðan 29:19. Gestirnir úr Hólminum voru ekkert á því að gefa neitt eftir, náðu í kjölfarið 8-2 kafla og staðan 31:27 fyrir Val í hálfleik.