
Úr leik ÍA og ÍR á föstudagskvöldið. Ljósm. Jónas H. Ottósson
ÍR-ingar ofjarlar Skagamanna
ÍA og ÍR áttust við í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið og var viðureignin á Jaðarsbökkum á Akranesi. Fyrir leik voru heimamenn um miðja deild með 16 stig á meðan ÍR var á toppnum ásamt Fjölni með 28 stig Leikurinn fór frekar rólega af stað, þegar rúmar fimm mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 12:16 ÍR í vil og við lok fyrsta leikhluta voru þeir sex stigum yfir, 16:22. Skagamenn skoruðu fyrstu tvö stigin í öðrum leikhluta en þá komu tíu stig í röð frá gestunum og staðan 18:32 eftir þriggja mínútna leik. ÍR-ingar juku síðan forskotið jafnt og þétt á næstu mínútum og staðan í hálfleik 31:50 fyrir ÍR.