Íþróttir

true

Vesturlandsdeildin fer af stað á þriðjudaginn

Vesturlandsdeildin er einstaklings- og liðakeppni í hestaíþróttum og fer fram í Faxaborg í Borgarnesi. Deildin hefst með keppni í fjórgangi næstkomandi miðvikudag, 14. febrúar. Guðmar Þór Pétursson stóð efstur í einstaklingskeppninni í fyrra með 47 stig en lið Uppsteypu sigraði í liðakeppni. Guðmar Þór er á meðal keppenda í ár og gæti því varið titil…Lesa meira

true

Skagamenn með sigur í fyrsta leik í Lengjubikarnum

ÍA og Afturelding áttust við í A deild karla í Lengjubikarnum í knattspyrnu í gærkvöldi og var leikurinn í Akraneshöllinni. Viktor Jónsson kom Skagamönnum yfir á 15. mínútu og tveimur mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks skoraði Slóveninn Marko Vardic annað mark ÍA í leiknum en Marko gekk til liðs við Skagamenn frá Grindavík eftir síðasta…Lesa meira

true

Þór Akureyri sótti tvö stig í Stykkishólm

Snæfell og Þór Akureyri mættust í fyrstu umferð af sex í B deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi og var leikurinn í Stykkishólmi. Eftir að Subway deildinni lauk í lok janúar var henni skipt í efri og neðri hluta og í neðri hlutanum eru lið Vals, Fjölnis, Þórs og Snæfells. Þegar þessum leikjum lýkur verður…Lesa meira

true

Sunna og Guðbjörg Bjartey í æfingabúðum á Tene

Sundkonurnar Sunna Arnfinnsdóttir og Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir frá Sundfélagi Akraness dvelja þessa dagana með landsliðinu í æfingabúðum á Tenerife.  Ferðin er 11 daga löng og er í henni lögð áhersla á styrktaræfingar og Yoga, ásamt sundinu. „Þetta er frábært tækifæri fyrir þær að fá að æfa við frábæra aðstöðu á þessum árstíma og geta því…Lesa meira

true

Skagamenn með seiglusigur á Snæfelli

ÍA og Snæfell mættust í Vesturlandsslag í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og var leikurinn í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum á Akranesi. Fyrir leik var ÍA í sjöunda sæti með 14 stig og Snæfell með fjögur í neðsta sætinu og ljóst að sigur í leiknum myndi skipta bæði lið miklu máli. Skagamenn eru að…Lesa meira

true

Skallagrímur með öruggan sigur á Þrótti Vogum

Skallagrímur og Þróttur Vogum tókust á í 1. deild karla í körfuknattleik á laugardaginn og var leikurinn í Fjósinu í Borgarnesi. Fresta þurfti leiknum kvöldið áður vegna slæmra veðurskilyrða en allt var dottið í dúnalogn á laugardeginum og leikmenn klárir í slaginn. Þegar fimm mínútur voru liðnar af leiknum var staðan 11:7 Skallagrími í vil…Lesa meira

true

Meistaraflokkur ÍA með treyjulottó

Hvern langar ekki að eignast treyju frá frægu knattspyrnufólki sem hefur verið notuð í keppnisleik? Meistaraflokkur ÍA í knattspyrnu kvenna stendur fyrir treyjulottói þar sem fólk á möguleika á að vinna eina slíka, jafnvel tvær. Úrvalið er gríðarlegt af nýjum og gömlum treyjum frá frábæru knattspyrnufólki sem hefur gefið treyjur til styrktar kvennaliði ÍA. Alls…Lesa meira

true

Leikjum ÍA og Skallagríms í kvöld frestað vegna veðurs

Í kvöld áttu að fara fram tveir leikir í 1. deild karla í körfuknattleik hjá Vesturlandsliðunum en hefur þeim báðum verið frestað vegna slæmra veðurskilyrða. Fram kemur á FB síðu Skallagríms að leikur þeirra við Þrótt Vogum verður í Fjósinu í Borgarnesi á morgun og hefst klukkan 16. Á FB síðu ÍA kemur fram að…Lesa meira

true

Þorramót í Ringó var spilað í Borgarnesi

Sunnudaginn 28. janúar sl. fór fram í Íþróttahúsinu í Borgarnesi þorramót í ringó. Alls mættu til leiks átta lið; eitt frá HSK, tvö frá Glóðinni/Kópavogi, eitt frá FaMos/Mosfellsbæ, tvö frá USVH/ Vestur – Húnvetningar og tvö lið frá heimamönnu í UMSB. Allir léku við alla og því voru spilaðir 28 leikir þar sem spilað var…Lesa meira

true

Einar Margeir sló þrjú Akranesmet á RIG

Fyrri hluti Reykjavík International Games (RIG) var haldinn um helgina en um er að ræða afreksíþróttamót þar sem keppt er í meira en 20 einstaklingsíþróttagreinum. Þetta er í sautjánda sinn sem Reykjavíkurleikarnir fara fram en seinni hlutinn verður um næstu helgi. Það er Íþróttabandalag Reykjavíkur í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélögin í Reykjavík ásamt…Lesa meira