Íþróttir
Skagamenn eru á ágætis róli í fyrstu deildinni. Ljósm. vaks

Skagamenn með seiglusigur á Snæfelli

ÍA og Snæfell mættust í Vesturlandsslag í 1. deild karla í körfuknattleik í gærkvöldi og var leikurinn í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum á Akranesi. Fyrir leik var ÍA í sjöunda sæti með 14 stig og Snæfell með fjögur í neðsta sætinu og ljóst að sigur í leiknum myndi skipta bæði lið miklu máli. Skagamenn eru að berjast um að ná heimavallarrétti í úrslitakeppninni á meðan Snæfell er í harðri baráttu um að halda sæti sínu í deildinni.

Skagamenn með seiglusigur á Snæfelli - Skessuhorn