Íþróttir
Veitt voru peningaverðlaun fyrir fimm bestu afrek mótsins. Ljósm. aðsend

Einar Margeir sló þrjú Akranesmet á RIG

Fyrri hluti Reykjavík International Games (RIG) var haldinn um helgina en um er að ræða afreksíþróttamót þar sem keppt er í meira en 20 einstaklingsíþróttagreinum. Þetta er í sautjánda sinn sem Reykjavíkurleikarnir fara fram en seinni hlutinn verður um næstu helgi. Það er Íþróttabandalag Reykjavíkur í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélögin í Reykjavík ásamt dyggum samstarfsaðilum sem standa að leikunum. Flestir mótshlutarnir fara fram í Laugardalnum og nágrenni hans. Reykjavíkurleikarnir eru haldnir til að auka samkeppnishæfni íslenskra íþróttamanna og draga úr ferðakostnaði þeirra með því að búa til einstakan alþjóðlegan viðburð í Reykjavík sem dregur til sín sterka erlenda keppendur.