Íþróttir
Viktor Jónsson skoraði tvö mörk á móti Aftureldingu. Ljósm. vaks

Skagamenn með sigur í fyrsta leik í Lengjubikarnum

ÍA og Afturelding áttust við í A deild karla í Lengjubikarnum í knattspyrnu í gærkvöldi og var leikurinn í Akraneshöllinni. Viktor Jónsson kom Skagamönnum yfir á 15. mínútu og tveimur mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks skoraði Slóveninn Marko Vardic annað mark ÍA í leiknum en Marko gekk til liðs við Skagamenn frá Grindavík eftir síðasta tímabil.

Skagamenn með sigur í fyrsta leik í Lengjubikarnum - Skessuhorn