Íþróttir
Adda Ásmundsdóttir að smeygja sér á milli leikmanna Þórs í leiknum. Ljósm. Bæring Nói Dagsson

Þór Akureyri sótti tvö stig í Stykkishólm

Snæfell og Þór Akureyri mættust í fyrstu umferð af sex í B deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi og var leikurinn í Stykkishólmi. Eftir að Subway deildinni lauk í lok janúar var henni skipt í efri og neðri hluta og í neðri hlutanum eru lið Vals, Fjölnis, Þórs og Snæfells. Þegar þessum leikjum lýkur verður úrslitakeppni átta liða en þar verða þau fimm lið sem skipa A deild og þrjú efstu liðin úr B deild. Öll liðin sem fara í úrslitakeppnina eiga þá möguleika á að verða Íslandsmeistarar. Það lið sem endar í fjórða sæti B deildar fer í umspil með 2., 3. og 4. sæti fyrstu deildar um eitt laust sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Þór Akureyri sótti tvö stig í Stykkishólm - Skessuhorn